Hætt öllu nema að dansa
Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því að ég væri með aldurinn minn á heilanum fyrr í seinustu viku. Þá lagði ég af stað í ferðalag með gen z að fallegasta fossi veraldar, í skipulagðri ferð fyrir skiptinema í Buenos Aires þar sem hvorki var gert ráð fyrir svefni né öryggisbeltum. Rútuferðin tók kannski sólarhring og um kvöldið var slegið til veislu á þjóðveginum með standandi balli á annari hæð í blárri rútu sem brunaði þvert yfir Argentínu í átt að landamærum Paragvæ og Brasilíu. En fyrst vildu leiðsögumennirnir hrista hópinn saman og báðu því hvern og einn um að taka til máls í öndvegi rútunnar til þess að kynna sig, segja aldur, nám og svo lit: Grænn þýddi á lausu, gulur var óviss eða sæmilega á lausu og rauður var closed for business. Það voru fimm rútur í ferðalaginu og ég hafði asnast inn í ranga rútu þar sem ég þekkti engan. Ég átti því smá erfitt með að standa í báðar lappirnar og segja: „Hæ ég er þrjátíu ára fráskilin kisumamma“. Þannig ég nýtti bara undrunarópin sem heyrðust þegar ég sagði „frá Íslandi“ og skautaði yfir rest nema hvíslaði held ég „ritlist-græn“. En til að gera langa sögu stutta eignaðist ég ótal vini en enga elskhuga því það var súsem ekki planið (eða allavega ekki mestmegnis af ferðinni). Ég hitti reyndar tvo apa sem mig langaði að ættleiða og skjaldböku og fiðrildi og svona dýr sem eru eins og þvottabirnir nema með skordýraætumunn sem þau nota aðallega til þess að opna bakpoka fávísra ferðamanna og stela samlokum, snakki eða öðru ætilegu.
Gleymdi öllu í úðanum
En svo, þegar líða fór á ferðina þegar fossarnir fóru að gefa okkur ofbirtu í augun fór þetta að spyrjast út. Einn og einn eða ein og ein spurðu kannski hvað ég væri lærð og hvers vegna ég talaði svona ágæta spænsku og svo fóru svo að telja á fingrum sér hve mörg ár ég hefði þurft í þessi ævintýri og ég svaraði þá kannski „Tuttugu og níu". Undurunarhrópin urðu enn hærri en áður. Enginn hafði hitt Íslending, hvað þá gamlan Íslending, þetta voru upphaflega ekki mín orð. „Blessuð vertu þú lítur ekki út fyrir að svona gömul, virðist ekki vera árinu eldri en 24,“ sögðu einhverjir, sem ég tók sem hrósi. En á landamærunum Paragvæ, Brasilíu og Argentínu, við Iguazú ánna, sem þýða mætti úr frummáli svæðisins, Guaraní, sem Stóra vatn, fór þetta allt að renna af mér. Það gerðist þó endanlega þegar ég baðaði mig í úðanum af Iguazú fossunum. Þá gleymdi ég hvað aldur var.
![]() |
Lítið peð í stórum heimi. |
Eins og soðið spaghettí
Frá því ég steig fæti inn í skólann í Buenos Aires, í lok júlí, fékk ég aldur á heilann (án þess að taka beint eftir því). Ég var auðvitað lang lang elst og varð staðráðin í því að eignast vini á mínu „reki“. Þess vegna hitti ekkert nema leiðinlega menn af Tinder og flutti inn í myglaða íbúð. Og þó mér þyki ótrúlega gott að vera ein, eyða heilu dögunum, vikunum jafnvel, með sjálfri mér er það ekki hollt til lengdar. Eins og stjörnuspekiappið Co-star orðaði svo vel: Too much self-care is selfishness, eða eitthvað álíka. Að halda að ég sé svo gömul og þroskuð og mikið intellectual að það sé nóg fyrir mig fara ein í göngutúra að sitja á kaffihúsum allan liðlangan daginn og lesa og skrifa er mest boring hugmynd sem ég hef nokkurn tíman heyrt, næstum því jafn boring og hugmyndin um dagvinnu, húsnæðislán og lífsgæðakapphlaup í landi sem telur ógeðslega fáa íbúa.
![]() |
Love my life
![]() |
Stund milli dansspora. |
Comments
Post a Comment