Posts

Showing posts from October, 2022

Töfrar lífsins

Image
Blessunarlega var símanum mínum rænt þarsíðustu helgi svo ég gat ekki auðkennt mig með rafrænu skilríki til þess að sækja um listamannalaun, ég gat ekki heldur fylgst með gangi tímans og gekk þess vegna bara út í buskann með niðinn í götunni í eyrunum. Engin tónlist, engar fullkomnar fjölskyldur á samfélagsmiðlum og ekkert annað prump til að ýta undir óraunhæfar væntingar til lífsins. Örfáum mínútum eftir ránið. Ég settist á kaffihús skammt frá heimilinu mínu sem var fullt af fólki og dagblöðum, pantaði mér rótsterkt espresso með media luna og fletti yfir ótal umfjallanir um forsætisráðherrann, Cristinu Kirchner. Aumingja konan var vægast sagt rökkuð niður í gröfina en ég hugsaði fallega til hennar. Sérstaklega eftir að hafa orðið fyrir ráninu var ég henni þakklát, það jafnast nefnilega ekkert á við nýpressaða peninga. Þegar ég sæki mér seðla (í gegnum Western Union) líður mér eins ég sé komin aftur í sjöunda bekk og byrjuð að bera út Fréttablaðið. Marglita blekið er næstum því enn bla