Posts

Showing posts from November, 2022

Geltin í fjöllunum í Patagóniu

Image
Daginn eftir að ég varð þrítug faldi ég mig undir sæng í sólarhring og svaraði öllum sem óskuðu mér til hamingju með lífið um að það væri ömurlegt. Ég var á svo miklum bömmer yfir því hvað Buenos Aires væri yfirþyrmandi en aðallega yfir því að hafa smassað skjáinn á síma sem norska vinkona mín hafði lánað mér. Frá því að ég vaknaði um morguninn (eða eftirmiðdegið) sendi ég henni þess vegna skilaboð á klukkutíma fresti: „Sorry I broke your phonoe“ en hún sagði mér bara að get a grip og að drulla mér framúr (þetta var gamall sími). Á endanum (kannski daginn eftir eða hinn) fór ég fram úr.  Ég skreið á fætur og skrifaði ritgerðir um mexíkóska hagkerfið, argentínskar bókmenntir og skellti mér svo í flug til fkn Patagóníu. Það var ágætt plan vegna þess að ég hafði verið með heimþrá. Ég að lifa mína bestu lífi og reyna að fá blöðrubólgu (tókst smá). Andersfjöll og firnindi Patagónía er stórt landsvæði og þekkt bandarískt fatamerki. Ég fór reyndar aðeins rétt inn fyrir jaðar svæðisins, til Ba