Posts

Showing posts from August, 2022

Vinaveiðar, sundskýlumyndir og svo endurfæddist ég

Image
Það er bæði ómótstæðilegt og krefjandi að eyða jafnmörgum stundum með sjálfri mér eins og ég hef gert fyrsta mánuðinn minn Buenos Aires. Eftir að ég fékk ögn leið, sendi ég hinum og þessum sem höfðu búið í Argentínu skilaboð um hvort þau gætu lánað mér vini. Þau ýmist seenuðu mig eða voru uppiskroppa með einstaklinga í höfuðborginni, allir nema Gunnlöð sem var tilbúin að lána mér fyrrverandi eiginmanninn sinn sem ég tók við með glöðu geði. Ég tók hann samt ekki sem eiginmann því það væri afar óviðeigandi og mjög ýkt. Skólinn hefur líka reynt að sjá um sína, er með alls kyns uppákomur fyrir skiptinema sem hafa verið duglegir að hópa sig saman og mynda platónsk (og líka annars konar) ástarsambönd. Í gegnum skólann hef ég kynnst yndislegum krökkum en til gamans má geta að ég er áratug eldri en allir og ef til vill aðeins sérkennilegri.  Svona líður mér (þessi var tekin á Spáni, fannst hún bara viðeigandi). Til í tuskið  Að veiða vini á sem skemmstum tíma er dálítið eins og að finna sér fé

Hætt að skrópa í skólann!!!!

Image
Í dag vorum ég og leiklistakennarinn minn (kvk) að rökræða við annan nemanda (kk) um feðraveldið. Svo sagði hún mér hvað henni þætti Ingvar E. góður leikari og að Borgen væri nýja uppáhaldið hennar. „Að hugsa sér“ sagði hún, „að á ykkar heimshluta séu háttsettar konur með eiginmenn sem taki til og hugsi um heimilið á meðan konan vinni úti.“ Ég kinkaði kolli en svo þegar hún þagnaði braut ég heimsmynd hennar niður í þúsund mola. Auðvitað sverti ég ekki allt karlkynið (veit að Ísland er alveg ofarlega í ýmsu miðað við önnur lönd og ýmsir menn mjög næs og allt það). „Ingar E. vaskar örugglega oft upp,“ sagði ég svo til að hughreysta hana og líka: „Það er pottþétt til svona heimavinnandi karlar á mínum helming“ (dm ef þið þekkið þannig). Svo stóðum við upp og gerðum leiklistaræfingar á meðan hún jafnaði sig. Eins og glöggir lesendur (aðdáendur) hafa kannski gert sér grein fyrir, þá stunda ég ekki leiklistarnám á háskólastigi. Hérna, í Universidad del Salvador, er ég hins vegar í tveim slík

Áttavillt en ekki dauðvona

Ég man aldrei hvar ég á heima. Þess vegna hef ég verið að ganga fram og til baka um miðborg Buenos Aires, stundum í hringi, í tilraun til þess að koma auga eitthvað kunnuglegt, eins og til dæmis hurðina á heimilinu mínu. Mér hefur nefnilega verið verið ráðlagt gegn því að ganga með símann á lofti (með maps opið) því hér eru nokkrir alræmdir sjomlar sem kippa símum úr höndunum á gangandi vegfarendum, sérstaklega ef vegfarendurnir virðast utan við sig öllum stundum. Ég hef þurft að reyna að rata sjálf, án þess að nota símann. Ég þekki nafnið á götunni minni, húsnúmerið, veit að gatan er á horninu á breiðustu breiðgötu í heimi og man að rétt handan við hornið er fallegasta og elsta leikhús borgarinnar. Svo ég stefni yfirleitt þangað, en svo sé ég kannski ofboðslega krúttlegt kaffihús, ofurlitla búð eða sætan strák og þá tek ég eftir því að háhýsin í kring ná alla leið upp til himna og sé agnarsmáu svalirnar sem sleikja skýin. Þá man ég kannski hvað það er æðislegt að vera ein í stórborg þ

Buenos Aires er best

Image
Fyrir stuttu (fimm dögum) flutti ég til Argentínu. Ferðalagið hófst á hádramatískan hátt þegar ég gerði mér grein fyrir að ég hefði ekki sótt um túristavisa til þess að mega millilenda í Kanada. Ég hló hysterískum hlátri á Leifsstöð og starði á mömmu mína sem hafði keyrt mig til að kveðja og svo spurði ég hvort ég mætti fá far aftur heim og hún sagði Já. Flugfélagið hló líka og gaf mér nýtt flug sólarhring síðar (endurgjaldslaust) og sagði Afsakið að þú sóttir ekki um visa. Daginn eftir gekk allt eins og í sögu, því ég hafði keypt dýrt flug og þess vegna vildi flugfélagið bara gefa mér meira og meira. Ég lagði semsagt af stað út í heim, með nýja miða, eins og ekkert hefði í skorist, ældi reyndar þrisvar í flugvélinni á leiðinni til Toronto en fékk mér svo nudd á flugvellinum í Montreal og embanada í São Paulo. Þega ég komst loks á áfangastað, á flugvöllinn í Buenos Aires, skammaði ég sjálfa mig fyrir að hafa ekki lagt nógu mikinn pening fyrir til þess að geta áhyggjulaus keypt mér Ray