Posts

Showing posts from July, 2022

Eurohippar eru óþolandi

Undanfarið hef ég verið í bréfaskriftum við argentínska embættismenn, fundað við þá í gegnum fjarskiptabúnað, sent þeim vegabréfið mitt í umslagi og sannfært þá um að líkamsleifar mínar verði tryggt far aftur heim (ef allt fer á vesta veg).  Í fámennu landi eins og á Íslandi er kannski erfitt að skilja nauðsyn þessa trygginga. En einu sinni bjó ég í stórborg (svona megaborg með yfir 20 milljónum) og þess vegna skil ég áhyggjurnar. Þegar ég bjó þar fór vinkona mín nefnilega á deit með læknanema sem tók hana í kynnisferð um háskólasvæðið. Neminn sagði henni að loka augunum, leiddi hana um mannlausa læknabygginguna þangað til þær komu inn í svalt herbergi. Þá setti læknaneminn hendi vinkonu minnar á eitthvað ískalt og strekkt. Hún hrökk við og hrópaði. Þegar hún opnaði augun hafði hendinni verið komið fyrir á líki. Og inni í svala rýminu voru fleiri lík, lík sem áttu hvorki nöfn né samastað svo borgaryfirvöld höfðu gefið læknanemum þau. Gjöf í þágu vísindanna. Deitin urðu ekki fleiri en b