Hætt að skrópa í skólann!!!!
Í dag vorum ég og leiklistakennarinn minn (kvk) að rökræða við annan nemanda (kk) um feðraveldið. Svo sagði hún mér hvað henni þætti Ingvar E. góður leikari og að Borgen væri nýja uppáhaldið hennar. „Að hugsa sér“ sagði hún, „að á ykkar heimshluta séu háttsettar konur með eiginmenn sem taki til og hugsi um heimilið á meðan konan vinni úti.“ Ég kinkaði kolli en svo þegar hún þagnaði braut ég heimsmynd hennar niður í þúsund mola. Auðvitað sverti ég ekki allt karlkynið (veit að Ísland er alveg ofarlega í ýmsu miðað við önnur lönd og ýmsir menn mjög næs og allt það). „Ingar E. vaskar örugglega oft upp,“ sagði ég svo til að hughreysta hana og líka: „Það er pottþétt til svona heimavinnandi karlar á mínum helming“ (dm ef þið þekkið þannig). Svo stóðum við upp og gerðum leiklistaræfingar á meðan hún jafnaði sig.
Eins og glöggir lesendur (aðdáendur) hafa kannski gert sér grein fyrir, þá stunda ég ekki leiklistarnám á háskólastigi. Hérna, í Universidad del Salvador, er ég hins vegar í tveim slíkum áföngum. Ég er vissulega í skiptinámi úr ritlist og ætlunin var að sækja bókmenntafræðikrúrsa hérna og jafnvel ritlistar-, en í öll skiptin sem ég reyndi að mæta í þannig tíma, tókst mér það ekki.
Mynd af mér að srkópa óvart. |
Villt chick
Ég er ekki skrópari að eðlisfari en ég er hvorki með gott tímaskyn né sérstaka góð í að ná áttum. Fyrstu vikuna skrópaði ég löglega (kóvid) en aðra vikuna ætlaði ég að byrja með tíma í spænskum samtímabókmenntum. Kennslustofan sem ég settist í var auð og enginn kom, ekki þá, ekki eftir akademískt korter og ekki heldur eftir akademískan hálftíma. Í staðin sat ég bara og starði á viðarkross sem stóð fyirr ofan dyrakarminn og beint í augun á mynd af Bergoglio (páfanum) sem skreytir skólann endilagnann. Það veitti mér litla hjálp, en eftir að ég hafði sent mail hingað og þangað komst ég að því að ég hefði farið stofuvillt. Tíminn var þá búinn. Daginn eftir fór ég dagavillt og þriðja daginn fékk ég ógeð af sjálfri mér. Reyndar var þessi ruglingur ekki bara mér að kenna, ég fékk vissulega misvísandi upplýsingar (að einhverju leyt). Eftir þetta missti ég trú á getu minni til að geta mætt í skólann. Ég keypti miða í Happdrætti háskólans þar sem ég óttaðist að þurfa að endurgreiða ersamus styrkinn vegna óviðunandi námsárangurs og fór svo heim að gera persónulega fjárhagsáætlun.
![]() |
Auð skólastofa. |
![]() |
Bænheyrð í Buenos Aires. |
Sofa, dansa, skrifa og labba
Vert er að minnast á að ég er afskaplega ágæt í spænsku. Þetta er eitthvað sem fólk hefur tekið eftir og kennarar hér og þar hafa skikkað mig í það ólaunaða og auðmjúka starf að túlka kennslustundir fyrir aðra skiptinema (þá á ensku, hér er enginn annar frá ísl). Jafnt í leiklist, barchata og leikritarýni hef ég hef gengist við titlinum „tratuctora.“ Ég eg er fljót að stökkva í haminn en þarf sífellt að vera vakandi, passa mig á því að geta haldið aftur af mér þegar ég byrja ósjálfrátt að túlka með látbragði; endurtaka aukahljóð kennarans, hreyfingar og svipi. En þó ég sé ágæt í málinu er ég afar óvön að lesa á spænsku og þegar ég rýni í lærðar greinar eða bókmenntir landsins frá átjánhundruð og átvagl fæ ég óskaplega mikinn verk í höfuðið.
Kannski hefur það líka með annað að gera en bara spænskuna, mér finnst nefnilega ótrúlega gaman að gera allt annað en að sitja og læra. Mér finnst til dæmis gaman að prófa mismunandi jógastöðvar, mæta í opna tíma í salsa og barchata, fá mér rauðvínsglas(glös) og hlusta á lifandi tangótónlist. Mér finnst líka gaman að sofa meira en ég þarf, skrifa (á íslensku) eða þræða markaði sem eru meira kúl en Kolaportið. En skemmtilegast af öllu finnst mér þó að labba bara eitthvert út í buskann og reyna að rata aftur heim. Og auðvitað að fara í skólann, því eins og skáldið sagði: „Það er svo gaman að vera í skóla (sérstaklega á milli nýjárs og jóla)“.
![]() |
Á markaðinum í San Telmu eru margar brúður. |
XXX
Heidy (í hinum spænskumælandi heimi heiti ég það).
P.S.
Hér eftir kemur alltaf inn nýtt blogg á miðvikudögum.
Comments
Post a Comment