Vinaveiðar, sundskýlumyndir og svo endurfæddist ég

Það er bæði ómótstæðilegt og krefjandi að eyða jafnmörgum stundum með sjálfri mér eins og ég hef gert fyrsta mánuðinn minn Buenos Aires. Eftir að ég fékk ögn leið, sendi ég hinum og þessum sem höfðu búið í Argentínu skilaboð um hvort þau gætu lánað mér vini. Þau ýmist seenuðu mig eða voru uppiskroppa með einstaklinga í höfuðborginni, allir nema Gunnlöð sem var tilbúin að lána mér fyrrverandi eiginmanninn sinn sem ég tók við með glöðu geði. Ég tók hann samt ekki sem eiginmann því það væri afar óviðeigandi og mjög ýkt. Skólinn hefur líka reynt að sjá um sína, er með alls kyns uppákomur fyrir skiptinema sem hafa verið duglegir að hópa sig saman og mynda platónsk (og líka annars konar) ástarsambönd. Í gegnum skólann hef ég kynnst yndislegum krökkum en til gamans má geta að ég er áratug eldri en allir og ef til vill aðeins sérkennilegri. Svona líður mér (þessi var tekin á Spáni, fannst hún bara viðeigandi). Til í tuskið Að veiða vini á sem skemmstum tíma er dálítið eins og að fin...