Posts

Ísköld dúnsæng og Buenos Aires er fölnað í fortíðina

Image
Ísköld vindgola og bráðnandi jöklar. Lúpínur eru illgresi og fuglasöngur heldur fyrir mér vöku undir dúnsæng í skála fullum af kojum. Í þjóðgarðinum Nahuel Huapi leynast puma kettir og við jökulklætt eldfjallið renna óteljandi gruggugar sprænur meðfram gljúfrum með gúmmíbátum og farfuglum með grænar, brúnar og bleikar bringur. Langir stilkar marglita lúpína skjóta niður rótum meðfram ám og brúm þar sem flugustangir dansa í höndunum á heimamönnum og það er silungur í kvöldmat og ég er komin aftur suður á boginn þar sem beljurnar mæta mér á þjóðveginum og lungun fyllast af fersku lofti og augun af slípuðum perlum. h Hér er ég best geymd. Bless bless Buenos  Buenos Aires er byrjuð að fölna inn í fortíðina og óteljandi fjallstindar eru orðnir að fasta. Áður hét þessi hjartastaður minn Vuriloche sem þýðir á Mapuche: Fólk sem er umvafið fjöllum. Mapuche fólkið laggði fyrir löngu síðan undir sig landið sem tilheyrir núna bæði argentínsku og sílesku Patagóníu en svo tók spænska tungan völdin,

Geltin í fjöllunum í Patagóniu

Image
Daginn eftir að ég varð þrítug faldi ég mig undir sæng í sólarhring og svaraði öllum sem óskuðu mér til hamingju með lífið um að það væri ömurlegt. Ég var á svo miklum bömmer yfir því hvað Buenos Aires væri yfirþyrmandi en aðallega yfir því að hafa smassað skjáinn á síma sem norska vinkona mín hafði lánað mér. Frá því að ég vaknaði um morguninn (eða eftirmiðdegið) sendi ég henni þess vegna skilaboð á klukkutíma fresti: „Sorry I broke your phonoe“ en hún sagði mér bara að get a grip og að drulla mér framúr (þetta var gamall sími). Á endanum (kannski daginn eftir eða hinn) fór ég fram úr.  Ég skreið á fætur og skrifaði ritgerðir um mexíkóska hagkerfið, argentínskar bókmenntir og skellti mér svo í flug til fkn Patagóníu. Það var ágætt plan vegna þess að ég hafði verið með heimþrá. Ég að lifa mína bestu lífi og reyna að fá blöðrubólgu (tókst smá). Andersfjöll og firnindi Patagónía er stórt landsvæði og þekkt bandarískt fatamerki. Ég fór reyndar aðeins rétt inn fyrir jaðar svæðisins, til Ba

Töfrar lífsins

Image
Blessunarlega var símanum mínum rænt þarsíðustu helgi svo ég gat ekki auðkennt mig með rafrænu skilríki til þess að sækja um listamannalaun, ég gat ekki heldur fylgst með gangi tímans og gekk þess vegna bara út í buskann með niðinn í götunni í eyrunum. Engin tónlist, engar fullkomnar fjölskyldur á samfélagsmiðlum og ekkert annað prump til að ýta undir óraunhæfar væntingar til lífsins. Örfáum mínútum eftir ránið. Ég settist á kaffihús skammt frá heimilinu mínu sem var fullt af fólki og dagblöðum, pantaði mér rótsterkt espresso með media luna og fletti yfir ótal umfjallanir um forsætisráðherrann, Cristinu Kirchner. Aumingja konan var vægast sagt rökkuð niður í gröfina en ég hugsaði fallega til hennar. Sérstaklega eftir að hafa orðið fyrir ráninu var ég henni þakklát, það jafnast nefnilega ekkert á við nýpressaða peninga. Þegar ég sæki mér seðla (í gegnum Western Union) líður mér eins ég sé komin aftur í sjöunda bekk og byrjuð að bera út Fréttablaðið. Marglita blekið er næstum því enn bla

Hætt öllu nema að dansa

Image
 Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því að ég væri með aldurinn minn á heilanum fyrr í seinustu viku. Þá lagði ég af stað í ferðalag með gen z að fallegasta fossi veraldar, í skipulagðri ferð fyrir skiptinema í Buenos Aires þar sem hvorki var gert ráð fyrir svefni né öryggisbeltum. Rútuferðin tók kannski sólarhring og um kvöldið var slegið til veislu á þjóðveginum með standandi balli á annari hæð í blárri rútu sem brunaði þvert yfir Argentínu í átt að landamærum Paragvæ og Brasilíu. En fyrst vildu leiðsögumennirnir hrista hópinn saman og báðu því hvern og einn um að taka til máls í öndvegi rútunnar til þess að kynna sig, segja aldur, nám og svo lit: Grænn þýddi á lausu, gulur var óviss eða sæmilega á lausu og rauður var closed for business. Það voru fimm rútur í ferðalaginu og ég hafði asnast inn í ranga rútu þar sem ég þekkti engan. Ég átti því smá erfitt með að standa í báðar lappirnar og segja: „Hæ ég er þrjátíu ára fráskilin kisumamma“. Þannig ég nýtti bara undrunarópin sem