Ísköld dúnsæng og Buenos Aires er fölnað í fortíðina
Ísköld vindgola og bráðnandi jöklar. Lúpínur eru illgresi og fuglasöngur heldur fyrir mér vöku undir dúnsæng í skála fullum af kojum. Í þjóðgarðinum Nahuel Huapi leynast puma kettir og við jökulklætt eldfjallið renna óteljandi gruggugar sprænur meðfram gljúfrum með gúmmíbátum og farfuglum með grænar, brúnar og bleikar bringur. Langir stilkar marglita lúpína skjóta niður rótum meðfram ám og brúm þar sem flugustangir dansa í höndunum á heimamönnum og það er silungur í kvöldmat og ég er komin aftur suður á boginn þar sem beljurnar mæta mér á þjóðveginum og lungun fyllast af fersku lofti og augun af slípuðum perlum. h Hér er ég best geymd. Bless bless Buenos Buenos Aires er byrjuð að fölna inn í fortíðina og óteljandi fjallstindar eru orðnir að fasta. Áður hét þessi hjartastaður minn Vuriloche sem þýðir á Mapuche: Fólk sem er umvafið fjöllum. Mapuche fólkið laggði fyrir löngu síðan undir sig landið sem tilheyrir núna bæði argentínsku og sílesku Patagóníu en svo tók spænska tungan völdin,