Hætt öllu nema að dansa

Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því að ég væri með aldurinn minn á heilanum fyrr í seinustu viku. Þá lagði ég af stað í ferðalag með gen z að fallegasta fossi veraldar, í skipulagðri ferð fyrir skiptinema í Buenos Aires þar sem hvorki var gert ráð fyrir svefni né öryggisbeltum. Rútuferðin tók kannski sólarhring og um kvöldið var slegið til veislu á þjóðveginum með standandi balli á annari hæð í blárri rútu sem brunaði þvert yfir Argentínu í átt að landamærum Paragvæ og Brasilíu. En fyrst vildu leiðsögumennirnir hrista hópinn saman og báðu því hvern og einn um að taka til máls í öndvegi rútunnar til þess að kynna sig, segja aldur, nám og svo lit: Grænn þýddi á lausu, gulur var óviss eða sæmilega á lausu og rauður var closed for business. Það voru fimm rútur í ferðalaginu og ég hafði asnast inn í ranga rútu þar sem ég þekkti engan. Ég átti því smá erfitt með að standa í báðar lappirnar og segja: „Hæ ég er þrjátíu ára fráskilin kisumamma“. Þannig ég nýtti bara undrunarópin ...